Leikskólinn Stakkaborg

Leikskólinn Stakkaborg hóf starfsemi sín í janúar 1983. 

Í upphafi var Stakkaborg 2ja deilda einsetinn leikskóli með 17 börn á aldrinum 1-6 ára á hvorri deild. Örar breytingar urðu á árunum 1992-1997 og fjölgaði börnunum úr 34 í 49.  Árið 1997 bættist svo við þriðja deildin þar sem áður var skóladagheimili og í dag dvelja samtímis í leikskólanum 76 börn. 

Á Undralandi eru 20 börn á aldrinum 1-2ja ára, á Kattholti eru 28 börn á aldrinum 2ja-4ra og á Sjónarhóli eru börnin 28 á aldrinum 4-6 ára. 

Hver deild hefur yfir að ráða 4 herbergjum og fylgir fataklefi hverri deild.  Auk þess er salur sem nýttur er sameiginlega af öllum deildum. 

Fastur kjarni starfsfólk er í skólanum sem hefur unnið hér lengi og erum við farin að taka á móti börnum barnanna sem voru hér fyrir 20 árum.


Foreldravefur