Fréttir frá Kattholti

Fréttir frá Kattholti 25.11.2014

Ritað .

Hinrik danskennari kom og kenndi krökkunum að dansa í salnum í morgun. Hann skiptir börnunum í hópa eftir aldri. Allir skemmtu sér vel sem tóku þátt í dansinum og sum börnin dilluðu sér eftir tónlistinni sem heyrðist fram í fataklefa. Því miður gleymdist að taka myndir af skemmtuninni. 

Frá Kattholti

Ritað .

Valter 4ja ára 001 SmallGóðan daginn öllsömul!

Í morgun fóru elstu krakkarnir á Kattholti í Íþróttir eins og venjulega á föstudögum, 

2010 krakkarnir fóru á Klambratún að leika og skoða nýju tækin sem þangað eru komin það var gaman eins og nærri má geta og svo fór sólin auk þess að skína á okkur, myndir inni á myndasíðunni.Cool

Yngstu börnin  þ.e. þau sem eru f. 2011 og eitt 2012 voru "heima" í garðinum að leika með Siggu.

Hann Valter á afmæli í dag orðinn 4 ára.

útikennsla Kisuhópur

Ritað .

Í morgun fóru börnin í Kisuhóp í útikennslu það voru þau Valter, Mikolaj, Benjamín, Þórhildur og Rósa,

Zina og Katya fóru með þeim, myndir komnar inn.utennsla 11.okt 013

Fyrsti snjórinn

Ritað .

Fyrsti snjórinn féll í morgun öllum til mikillar gleði,Bangsahópur fór í útikennslu en það eru börnin sem eru fædd 2011 og eru með Siggu, við fórum rétt útfyrir leikskólann og vorum að prófa að lita snjóinn með matarlit og þrykkja á pappír, svo vorum við að borða hann, búa til engla o.fl. Börnin sem eru fædd 2010 fóru í hópastarf með sínum hópstjórum Zinu og Einari, en sá hópur heitir kisuhópur hún Þórhildur átti hugmyndina að því nafni.

Frá Kattholti

Ritað .

Komiði sæl öll sömul!

Nú er útikennslan að fara af stað og fór fyrsti hópurinn í morgun með Tönju og Sigrúnu, en það eru bæði börn af Kattholti og Sjónarhóli, þau tíndu fullt af laufblöðum og fleiru sem á að vinna úr á morgun. Það eru að byrja hjá okkur 2 börn á morgun þau Kamilla og Valter Björn þau eru fædd 2010, þá er eitt pláss eftir og reiknum við með að það komi stúlka í það um miðjan mánuð sem er f. 2011


Foreldravefur