Eldhús

Hjá okkur er boðið upp á venjulegan heimilismat. Fiskur er 2x í viku auk kjötmetis, pasta, baunaréttir og spónamatur.

  • Ávaxtatími er kl. 10 daglega.
  • Með súpum og pastaréttum er alltaf heimabakað brauð sem börnin taka oft þátt í að baka.
  • Í morgunmat er boðið upp á , hafragraut, kornflex einu sinni í viku og að sjálfsögðu lýsi
  • Í kaffitímanum er brauð og álegg . Mjólk og stökusinnum djús.
  • Pizzubakstur er 2x á ári og mikil gleði þegar að þessir dagar eru.
  • Fyrir páska erum við með sérstakan páskamat
  • Yfir sumartímann eru grillaðar pylsur 1x og svo er haldin sumarhátíð með tilheyrandi skemmtun og grilluðum pylsum.
  • Jólamatur er alltaf í boði fyrir jólin

Fæðuofnæmi / óþol:  Á Stakkaborg er tekið við börnum með allar gerðir fæðuofnæmis og óþola og unnið með  hvert barn fyrir sig.

Við styðjumst við fæðuhringinn sem er gefin út af Manneldisráði Íslands. Í eldhúsi eru 1 og 1/2 stöðugildi.  Við störfum samkvæmt GÁMES kerfi sem er innra eftilrlit í eldhúsum. Farið er yfir htiastig kæla og frysta  á hverjum degi og skráð einu sinni í viku. Einnig er farið eftir sérstöku þrifkerfi sem er skráð sérstaklega á eyðublöð frá Heilbrigðiseftirliti.

Skólinn hefur fengið viðurkenningu "á innra eftirliti matvælafyrirtækis án matvælavinnslu" sem gefin er út ef Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem kemur 1x á ári.  


Foreldravefur