Leikskólastarf

Áherslur Stakkaborgar

Í Stakkaborg er lögð aðaláhersla á frjálsa leikinn og hreyfingu.  Við leggjum mikla áherslu á að barnið uppgötvi og læri af eigin reynslu.  Barnið sé virkt og skapandi í leikjum sínum.  Það að barnið lærir í gegnum leikinn sé leið barnsins að menntun og þroska þess. 

Hluti af uppgötvunarferlinu er könnunarleikurinn sem fer fram á yngstu deildinni  ( Sjónarhóli )  og hluta af Undralandi og könnunaraðferðin sem fer fram á Kattholti og  Undralandi  
 
Við virkjum barnið í hreyfingu m.a. með daglegri útivist og í skipulagðri hreyfingu, yngstu börnin í salnum í leikskólanum og þau eldri í íþróttatíma í sal íþróttahúss Háteigsskóla

Í september 2014 tókum við upp flæði á milli deilda í stóra húsinu og árgangaskiptum deildunum.

Elstu tveir árgangarnir hafa heimastofu á Kattholti, börn fædd 2013 og 2014 og á Undralandi eru börn fædd 2015 og 2016

Börnin eru í flæði á morgnana til kl 9:30. Þá tekur við samverustund á öllum deildum og svo vinna og leikur hjá börnunum á þeirra heimasvæði. Kl 14 hefst flæði aftur og er síðdegishressingin inni í flæðinu

Deildunum er skipt upp í valsvæði og ber hver starfsmaður ábyrgð á sínum svæði, svæðin eru merkt með nafni, mynd og fjölda barna sem mega vera á svæðinu. Börnin fara á milli valsvæða með nafnið sitt og finna út hvar/hvort er laust á svæðinu sem þau vilja fara á


Foreldravefur