Heimsókn til Rota Spáni Comenius

Ritað .

Dagana 25-28 maí fórum við til Rota á Spáni að heimsækja katólskan skóla sem heitir Nuestra Senora del Perpetuao Socorro.

Heimsóknin er tengd Comeniusar verkefninu okkar " The folklore game in contemporary education of the children". Við fengum frábærar móttökur frá kennurum, börnum og foreldrum. Heimsóknin var mjög áhugaverð. Það var mjög skemmtilegt að fylgjast með litlum börnum sem voru að byrja að læra að lesa og föndruðu handa okkur. Við fylgdumst einnig með unglingum  sem sýndu okkur efnafræðitilraun. Við fórum í allskonar íþróttaleiki og flamengo sýningin litlu barnanna  var ógleymanleg.

Amelía, Andrea, Kristín, Tóta, Pippa

Myndir frá heimsókninni eru á heimasíðu skólans.  www.rotasalesianas.org 

   
     
     
     
     

Heimsókn til Cosenza, Ítalíu

Ritað .

Þann 9 - 12 mars s.l. heimsóttum við undirritaðar skóla á ýmsum skólastigum í Cosenza á suður-Ítalíu. Heimsóknirnar eru hluti af Comeniusarverkefninu okkar. Liceo Scientifico Statale "E.Fermi" sem er framhaldsskóli frá 14 - 19 ára. Fausto Gullo sem er fyrir nemendur á aldrinum 10 - 13 ára og grunnskóla þar sem var ein leikskóladeild 3-5 ára og svo grunnskólabekkir upp í 10 ára. Einnig heimsóttum við Hótel og veitingaskóla þar sem vel var tekið á móti okkur og okkur boðið í 5 stjórnu máltíð. Þessi skóli er einkum ætlaður nemendum sem stefna ekki á bóklegt nám....

Með okkur í för voru samstarfsmenn okkar í verkefninu, þrír búlgarar, tveir spánverjar, fimm tyrkir og fjórir rúmenar. Ferðir tókst að öllu leyti mjög vel og við komum heim fróðari um menningu og leiki ítala.

Andrea, Amelía og Sigrún.

Nemendur tóku á móti okkur með söng og dansNemendur tóku á móti okkur með söng og dans Foreldra voru búnir að búa til mat handa okkur gestunumForeldra voru búnir að búa til mat handa okkur gestunum Nemendur sýndu leikritNemendur sýndu leikrit
Við fengum sýnikennslu í efnafræðiVið fengum sýnikennslu í efnafræði .. fórum í íþróttatíma hjá krökkunum á miðskólastiginu.. fórum í íþróttatíma hjá krökkunum á miðskólastiginu Framhaldsskólakrakkarnir sýndu okkur ýmsa gamla leikiFramhaldsskólakrakkarnir sýndu okkur ýmsa gamla leiki
 leikur með gjarðirleikur með gjarðir  Fórum í snú snúFórum í snú snú  í leikskóladeildinnií leikskóladeildinni
 fyrsti bekkur- allir í skólabúning og með bláa slaufufyrsti bekkur- allir í skólabúning og með bláa slaufu  annar bekkur með bleika slaufuannar bekkur með bleika slaufu  þriðji bekkur með rauða slaufuþriðji bekkur með rauða slaufu
fjórði bekkur með græna slaufufjórði bekkur með græna slaufu í hreyfistund hjá þriðja bekkí hreyfistund hjá þriðja bekk í heimsókn í enskutíma í framhaldsskólanumí heimsókn í enskutíma í framhaldsskólanum
þau voru búin að þýða girnilegar mataruppskriftir yfir á enskuþau voru búin að þýða girnilegar mataruppskriftir yfir á ensku í Hótel og veitingaskólanumí Hótel og veitingaskólanum í Hótel og veitingaskólanumí Hótel og veitingaskólanum


Foreldravefur