Skilaboðaskjóðan

Ritað .

Árið 2005 tók leikskólinn þátt í þróunarverkefni með Háteigsskóla og nágrannaleikskólunum Klömbrum og Nóaborg. Verkefnið nefnist Skilaboðaskjóðan og gengur út á að skólarnir vinna að fyrirfram ákveðnu verkefni sem fer svo á milli og hver skóli bætir við. Tilgangurinn er að börnin í leikskólunum kynnist hverfisskólanum sínum og hitti börn af öðrum leikskólum sem þau eiga eftir að vera með í Háteigsskóla. Fékk verkefnið Hvatningarverðlaun leikskólaráðs.

Verkefnastjóri Skilaboðaskjóðunnar var Kolbrún Vigfúsdóttir og má sjá lokaskýrsluna hér

Ákveðið var að taka verkefni upp aftur en með öðru sniði. Aðal áherslan væri að börnin væru meira saman í leik og starfi og að þau færu meira í heimsóknir á milli skóla heldur en þau gerðu áður. Verkefnið hefur farið fram í þessu formi alla tíð síðan og stendur enn


Foreldravefur